KJÖRÞÖGLI

              

               HVAÐ ER KJÖRÞÖGLI?

           Það eru til 2 gerðir af kjörþögli:

  1. Viðkomandi talar ekkert í ákveðnum félagslegum aðstæðum.
  2. Viðkomandi svarar með því að nota eitt orð eða bendingu þrátt fyrir yfirþyrmandi hræðslu við að tala, gerir það frekar en að upplifa algjöra höfnun.

Kjörþöglið : Skýringar

Viðkomandi getur talað við lítil börn og dýr en alls ekki við fullorðna. Þau geta stundum nýtt sér bendingar, og svipbrigði í andliti. Það er oft erfitt fyrir þau að muna eftir fyrimælum vegna yfirþyrmandi kvíða. Þau virðast stundum vera þrjósk og krefjandi. Það getur tekið þau langan tíma að byrja á verki og einnig að klára. Þurfa mjög nákvæmar skýringar hrædd að gera mistök.

Það er afar erfitt að skilja við foreldra, fara frá þeim og koma inn í skólann.

Það getur gengið vel hjá þeim í skólanum ef þar er gott skipulag og allt vel útskýrt um hvernig dagurinn verði og engar óvæntar uppákomur.

KJÖRÞÖGLI : Það er hræðsla við að tala.

Það er í raun svipað sem gerist hjá þeim sem eru hræddir við köngulær, ástandið sem kemur upp er annað hvort að þau hlaupa í burt eða frjósa.

( samt er i gangi stöðugt ótta eða kvíða ástand)

Við vitum að það er hægt að smám saman yfirvinna svona hræðslu og þess vegna hefur verið unnið með þetta en það verður að gera með mikilli nærgætni og alúð. 

HVAÐ GETUM VIÐ GERT TIL AÐ HJÁLPA ?

  1. Forðist að spyrja af hverju talar þú ekki ?
  2. Ekki horfa í augun – erfitt fyrir þau
  3. Ekki pressa fram talið eða æfa að segja halló
  4. Ekki veita þögninni athygli

 

ÞETTA GETUM GERT ÞETTA :

Tökum spennuna af og engin krafa um tal

Sættum okkur við málvana boðin

Notið áhugasvið í vinnu / náminu

Gerið lítið úr pressu frá öðrum

Það er mikilvægt að vera meðvitaður um hvernig skilaboð þú sendir þeim, er það krafa, leiðbeining eða staðfesting og bættu við myndum og texta til að útskýra enn frekar.

Það er mikill stuðningur að undirbúa allar breytingar mjög vel og minnkar kvíða. 

ÞAÐ MÆTTI ORÐA SPJALLIÐ Á ÞENNAN HÁTT:

  1. Ég veit að það er erfitt fyrir þig að tala núna og það er allt í lagi, ég veit að þú ert að hlusta og ert að læra – þú talar bara þegar þér hentar og þegar þú ert tilbúin.
  2. Það má byrja spjall svona: ´VELTI OFT FYRIR MÉR HVORT ????
  3. Það má byrja spjall svona líka: ´´Það verður spennandi að sjá hvað kemur næst, ég er ekki alveg viss ´....…….notum biðina ------við bíðum aðeins ????

AÐ LOKUM ER GOTT AÐ MUNA:

Vinnsluminnið (working memory) færnin við að sækja orðin,eða setninguna sem við viljum segja, minnkar verulega um leið og við verðum stressuð.

Þetta er líka ein af ástæðum fyrir kjörþögli. 

Mörg þeirra sem eru með kjörþögli velja að þegja frekar en tala vegna þess að þau eru hrædd um að það sem þau segja sé ekki fullkomið. Þessi innri krafa um að gera aldrei neitt rangt veldur miklu stressi og heftir þau verulega og hindrar félagslega þáttöku þeirra. 

Þetta er lauslega þýtt frá 

http://www.selectivemutism.org.uk/

Góð ábending alltaf:  AÐGÁT SKAL HÖFÐ Í NÆRVERU SÁLAR

Close

50% Complete

Viltu fá upplýsingar um greinar og fréttir?