Áhættan sem fylgir því að nota límmiða sem umbun

Besta leiðin sem hefur mest áhrif á framkomu barna er þegar þau upplifa: umhyggju, hlýju, virðingu og hlustun. Það hefur þannig áhrif að þau langar að sýna okkur hvað þau geta og það þarf ekki að kaupa þau til þess.

Það er mikil áhætta sem fylgir því að nota límmiða sem umbun. Blekkingin er að þeir virka mjög vel í upphafi en hafa langtíma neikvæð áhrif bæði fyrir börnin og fjölskylduna, þau verða háð þeim. Límiða notkun er hættulega áhrifaríkt sálfræðilegt verkfæri, sem dregur úr frumkvæði, innri hvatningu, löngun, og truflar eðlileg samskipti og tengsl við foreldra.

Þeir sem mæla með notkun á límmiðum, gleyma að segja foreldrum frá eftirköstum – og neikvæðum afleiðingum þeirra. Margir foreldrar hafa sagt frá því hvernig notkun límmiða – varð að neikvæðu verkfæri barnanna. Hér er ein sagan: Lítill drengur var beðinn að hætta því sem hann var að gera til að hjálpa litlu systur sinni. Hann snéri sér við horfði á móður sína og spurði; „HVAÐ FÆ ÉG Í STAÐINN “? 

Það að bjóða börnunum límmiða fyrir að sýna öðrum umhyggju er í raun þversögn á því sem við erum að reyna að kenna þeim.

Önnur fjölskylda sagði mér frá þegar límmiðarnir voru hættir að virka. “Við sögðum dóttur okkar að hún gæti fengið auka miða og safnað þeim til að fá að kaupa síma ef hún vaskaði upp á hverju kvöldi.” Dóttir okkar snéri sér að okkur og sagði bara : “NEI TAKK „   „Hvað eigum við nú að gera til að fá hana til að hjálpa til við heimilisverkin“? 

Margir foreldrar sjá árangur af límmiða notkun í upphafi en svo er farið að ofnota þá og óbeinu skilaboð foreldranna til barnanna er – þú gerir ekkert nema að fá eitthvað í staðinn. Börnin fara að upplifa að foreldrar halda að þau geti ekki gert neitt  nema að fá ytri umbun, það mun rífa niður sjálfstæðið, sjálfsmyndina, og sjálfsöryggið. Þarna er ekki verið að efla sjálfstjórn, samvinnu, samhyggð eða umhyggju – né sameiginlega ábyrgð – fjölskyldunnar.

Close

50% Complete

Viltu fá upplýsingar um greinar og fréttir?