GÆÐA LEIKSKÓLI - HVERNIG LÍTUR HANN ÚT ?

Uncategorized Jun 28, 2023

 HVAÐ ER GÆÐA – LEIKSKÓLI  ?

 

ER LEIKSKOLINN AÐ INNGILDA (inclusion) ÖLL BÖRN ?

 

SPURNINGAR SEM ÞARF AÐ HAFA Í HUGA

ÞEGAR VIÐ SKOÐUM LEIKSKÓLASTARFIÐ !

 

Eru börnin að leika sér eða sitja þau kyrr á sama stað ?

Eru starfsmenn að leika við börnin á gólfinu í þeirra augnhæð ?

Eru stofurnar bjartar, líflegar – án þess að vera yfirþyrmandi ?

Talar fullorðna fólkið fallega, og jákvætt um börnin ?

Fá öll börnin einstaklings athygli ?

Kallar fullorðna fólkið á börnin með nafni ?

Er nægjanlegt starfsfólk til að sinna ef öllum í hættuástandi  ?

Er verið að setja börn út í horn ?

Er starfsfólk með þekkingu á almennum þroska barna og sérstakra barna?.

Getur starfsfólk mætt á fræðslufundi – og aðra fundi tengda sérstökum börnum ?

Mætir stuðningur barnsins á alla fundi um barnið ?

Fær starfsfólk faglegan stuðning og jákvæða hvatningu ?

Sástu mismunandi leiki og athafnir hjá börnunum á meðan þú varst í heimsokn?

Hafa börnin tækifæri til að stjórna eigin leik í umhverfinu??

Eru verkefni/leikir í samræmi við þroska þeirra ?

Hafa börnin sjálf aðgang að leikföngum?  

Hefur starfsfólk stutt þig í að búa til markmið fyrir barnið þitt og hvernig þau ætla að vinna með barnið ?

Lætur starfsfólk foreldra vita um skipulag hvers dags – og aðrar breytingar og uppákomur ?

Eru samskiptin á milli kennara og foreldra opin og jákvæð ?

Fá foreldrar  að taka þátt í starfinu og koma í heimsokn ?

  •  

Hér eru nokkrir punktar um inngildandi leikskola / inclusive preschool

.

AÐLÖGUN Í UMHVERFI –  AÐKOMA – LEIKFÖNG – TÆKI.

Öll börn hafa aðgang að kennslurými, leikföngum, og tækjum.

Börn sem nota hjólastól, göngugrind, tölvur, taltæki, stundatöflur, sjónrænar vísbendingar, þurfa að hafa aðgang að þessum verkfærum allan daginn í leikskólanum.

Æfing og kennsla, og eða leiðbeingar til barnanna um hvernig eigi að nota verkfærin þarf að setja af stað strax og allir starfsmenn þurfa að kunna hvernig á að kenna að nota verkfærin. Við kennum starfsfólki mikilvægi þess að nota sjónrænu vísbendingarnar sjálf, því þannig erum við í raun með sýnikennslu fyrir einhverfu börnin. Þau læra smám saman að nota stundatöfluna, myndirnar eða tölvuna til að koma boðum til annarra.

Kennarar og starfsfólk setur upp mismunandi leikaðstæður í stofunni.  Börnin læra á svæðunum.  Það eru kubba svæði, mála svæði, bílasvæði, dúkkukrókur, bækur, hljóðfæri, samverustund, matarsvæði.

Börnin velja svæði og skiptast svo á að fara á milli svæða.

 

Lena notar göngugrind, og var á leiðinni á lista svæðið, kennarinn tók eftir því og hagræddi þess vegna húsgögnum þannig að það væri auðveldara fyrir hana að komast þangað. Þegar hún var komin benti hún á trönurnar hún vildi fá að mála. Kennarinn rétti henni penslana og hún byrjaði að mála. Krakkarnir lærðu svo að aðstoða  Lenu þegar hún vildi færa sig ýfir í dúkkukrókinn.

.

STYÐJUM  SAMSKIPTIN – Á MILLI BARNANNA !

Samskiptin eiga ekki að stjórnast af fullorðnum – þó að þáttur fullorðinna skipti miklu máli þá – verða þeir að vera á hliðarlínunni og hjálpa til – t.d. ef einhver situr einn á gólfinu að leika með kubba – þá kemur annað barn og leikur líka við kubba – þá getur hinn fullorðni farið til hliðar og gefið þeim tækifæri til að vera saman – og ekki trufla með tali – BARA samveran er líka mikilvæg.  Þetta köllum við hliðarleik og er upphaf á félagslegum samskiptum

  • Leita lausna fyrir þau – við mælum ekki með því að leysa málin fyrir þau – heldur gefa þeim tíma til að prófa/ströggla og við bíðum á hliðarlinunni og sjáum hvort þau biðja um aðstoð eða hvort þau finna lausnina sjálf.  Okkur hættir allt of oft að grípa inn í allt of fljótt.
  •  Leita lausna á milli barna – við bíðum líka með að grípa inn í of fljott – ef þeim tekst ekki – þá er allt í lagi að koma með spurningu eða sýna þeim nýja leið.
  • Oft er góð lausn að fá annað barn til að finna lausn – og koma með leiðir til að laga eða breyta og börnin  bregðast oft betur við að fá stuðning frá öðru barni.

 Samskipti / kennsla frá barni til annars barns gengur oft betur en frá fullorðnum.

DÆMI: Það var söngstund og það átti að gera ákveðnar hreyfingar  með söngnum – Palli vildi ekki gera eins og kennarinn var að sýna honum – svo hún benti Einari á að koma og sýna Palla – og þá tókst Palli á loft og varð mjög kátur og hermdi efir öllu sem Einar gerði. 

LEIÐBEINA MEÐ VAL Í LEIK OG SAMSKIPTUM:

Í fjálsum leik þá getur hinn fullorðni komið að og sýnt mikinn áhuga og talað með hátíðni rödd sem er samt lágvær – en er eins og þegar við tölum við ungabarn.

 

Börn velja sér leiki, verkefni allan daginn, sumum gengur vel önnur festast oft í sama leik sem er allt í lagi – og við skulum fara varlega að breyta því – en séu þau í námunda við önnur börn – þá taka þau eftir nýju og fylgjast með í fjarlægð hvernig þessi leikur er en löngu seinna kemur að því að þau þora eða vilja sjálf.   Það er svo mikilvægt að gefa þeim þennan tíma – og það verður svo mikill sigur þegar það tekst.

Börn sem ekki tala – þurfa að fá tækifæri til að velja líka – fyrst lengi vel - velja þau það sem þau þekkja og kunna vel alla daga – það gefur öryggi - og við reynum ekki að hvetja þau um of að gera nýtt – en við erum með nýja hluti í rýminu – við skoðum nýja dótið  – við leikum með það – og barnið fylgist með – horfir til hliðar en heldur afram með gamla dótið sitt.

Svo gerist það mjög oft að þegar þau finna tíma sjálf þá taka þau nýja dótið sem var verið að leika með nálægt og prófa sjálf.

Við skulum ekki gefast upp – og við skulum heldur ekki senda ómálga skilaboð til þeirra – eða vera með væntingar – sem eru kröfur sem þau skynja betur en þú getur ímyndað þér.   Börnin sem ekki tala velja oft með því bara að horfa í átt að því sem þau vilja – og við skulum ALLTAF virða það að þau eru að horfa – alls ekki krefja þau um að segja.

Þú segir frekar:

ÞÚ VILT BLÁ BÍLINN  - ÉG SÉ AÐ ÞÚ ERT AÐ HORFA Á HANN.

  •  

ÞÖGNIN ER frábær leið til að efla málið – því áður en við byrjum samskiptin við börnin verðum við að læra að bara fylgjast með – horfa á leik barnsins og hlusta á barnið – þá fyrst vitum við hvernig við getum komið inn í leikinn til að styðja þeirra leik – og fylgt þeirra leiðum.

Þegar þú skilur leikinn þá fyrst setur þú orð á það sem barnið er að gera.   JÁ ÞÚ ERT AÐ STAFLA – RAÐA SAMAN – GRÆNUM VIÐ HLIÐINA Á BLÁA – spennandi – ég ætla að gera eins og þú.

( við staðfestum -  spyrjum ekki )

.

HÉR ER NÆSTA DÆMI: ÞAÐ var valtími – lítil stúlka  sem er 4ára og er einhverf valdi mynd af að baka – kennarinn var með litla bók sem sýndi – ferlið – eða hvert skref – sem þarf að gera til að baka köku – þetta var inni á deild í leikskólanum. Hún fékk síðan stuttu seinna að fara inn í eldhús og fékk að baka inn í eldhúsi – p.s. þetta er nú ekki alltaf hægt

– en frábært þegar það gerist.

.

EFLUM SAMVINNU :

Starfsfólk sem vinnur vel saman hefur góð áhrif – á líðan barnanna sem þau eru að vinna með.  Glaðir starfsmenn  – glöð börn.

Það sem skiptir lika máli er að tala til barnanna eins og þau skipti máli – gefa þeim tækifæri að vera með í að taka ákvarðanir inn á deildinni – spyrja börnin -  eru þið tilbúin að ganga frá – það er kominn tími til að taka til – áður en við förum út -  en hvað þurfið þið margar minutur

-  3 minutur – 5 mínutir ?? Sýna mynd af 3 og 5

Öll börnin segja frá sinni skoðun – ÉG VIL 3 MIN – EG VIL 5 MIN – OG SVO TELJUM VIÐ og segjum – flestir vilja 5 min og það er hópurinn sem ræður og við hlustum á þau öll.

Það að tilheyra er svo mikilvægt – þess vegna þarf að gefa öllum tækifæri til að hafa skoðun.  Við bíðum róleg eftir öllum – okkur liggur ekkert á – þetta er heilmikið nám að kunna að bíða og hlusta á alla hina.

STARF/ÞÁTTTAKA  INN Á DEILD. Börnin fá tækifæri til að skiptast á um að sjá um ýmsa hluti – opna hurðina – sækja vatnið – loka skápum – sækja matinn – leggja á borðið – sækja liti fyrir alla – þurrka borðin - allir fá tækifæri til að vinna þessi verk. 

SAMSKIPTI FULLORÐINNA OG BARNA

Það er mikilvægt að muna að það hefur áhrif hvernig við tölum við börnin.  Við tölum við börnin -  við tölum ekki til barnanna.

Venjum okkur á að tala eins og við værum leiðsögumenn – þeir segja frá og koma með nákvæmar lýsingar á atburðarásinni sem mun gerast næstu klukkutíma og hvernig er best að bregðast við aðstæðum sem koma upp á leiðinni.

 T.D.  KLUKKAN ER NÚNA AÐ VERÐA HÁDEGISMATUR – OG ÞAÐ ÞÝÐIR AÐ VIÐ VERÐUM AÐ GANGA FRÁ DÓTINU INN Í SKÁPA  ÁÐUR EN  VIÐ FÖRUM INN Á BAÐ TIL AÐ ÞVO HENDUR.

  • Hér er verið að nota lýsingar – frásögn.

ÞAÐ SEM OFT VILL GERAST ER AÐ BÖRNIN HEYRA MUN MEIRA AF BOÐHÁTT ALLAN DAGINN – SEM ER EKKI MALÖRVUN.

 

Verum dugleg að tengjast hverju barni á þeirra forsendum – lítill drengur var að eignast systur – og við sýndum honum dúkku – og héldum á henni eins og litlu barni – og sungum fyrir dúkkuna.

Hann fór heim – og heima fann hann dúkku og söng fyrir litlu systur – hann hermdi eftir því sem við gerðum yfir daginn.

Notum sjónræn skilaboð allan daginn – við vitum að það er mun auðveldara að skilja talað mál – þegar við sjáu líka mynd eða hlut.

  • Það er oft erfitt að skipta um athöfn – þá er oft gott að undirbúa vel breytingar – og sýna vel sjónrænt hugtakið BÚIÐ – og hvernig kennum við það ?  Hlutirnir fara inn á hillu – inn í skáp, ofan í körfu, við sýnum að hlutirnir hverfa – og segjum ALLT BÚIÐ.
  • ÞAÐ er mikilvægt að sýna þá strax hvað (hlutur) kemur næst – og þá er auðveldara að sleppa hinu sem er búið.
  • ÞAÐ hjálpar oft að sýna það sem kemur næst – áður en farið er úr aðstæðunum þá veit barnið hvert það er að fara.  Það er ekki nægjanlegt að eingöngu tala til barna  – það er betra að sýna bolta – sem er jú visbending um að næst sé útivist – þá vita þau að nú er að koma útivist. - 

Það er líka oft ágætt að hafa BÚIÐ BOX – EÐA SETJA ALLT DÓTIÐ Í BOX – OG SEGJA SVO – ALLT BÚIÐ – og sýna hlut eða mynd af þvi sem á að fara að gera næst.

EFLUM BOÐSKIPTIN :  APP – GOING PLACES – modelmekids.

Það hjálpar oft að búa til myndaferli um það sem á að fara að gera – áður en farið er af stað. FARA Í BÚÐINA -  sýna mynd af BÚÐINNI – næsta mynd sýnir KERRUNA – næsta mynd sýnir – LABBA INN Í BÚÐINA – næsta mynd -HALDA Í KERRU – næsta mynd – MYND AF KERRUNNI OG MÖMMU – næsta mynd – MAMMA SETUR Í KÖRFU ETC.

Og svo áfram allt ferlið .....

VIÐ VERÐUM AÐ ÆFA BREYTINGAR – stundum hafa kennarar sett af stað tónlist sem merki um að nú sé þessi stund að verða búin –

KENNARINN syngur oft og segir – allt búið /ganga frá - og nú skiptum við athöfn -  það er mun betra en að KALLA eða HRÓPA til barnanna.

Þau læra á að þegar þessi tónlistin heyrist – sem undirbýr þau fyrir að hætta í þessum leik – læra svo að ganga frá og sjá svo mynd eða hlut af því sem kemur næst. Einhverfu börnin læra að fara að töflunni sinni og sjá næstu mynd -  það gefur þeim innra öryggi um hvað kemur næst.

Það er ekki nægjanlegt að segja þeim til þau þurfa að sjá – annað hvort hlut eða mynd til að tengja við næstu athöfn. Þau þurfa sjónræn skilaboð, þó svo geta oft hermt eftir hinum börnunum þá er það rútina en ekki innra mál – þess vegna er verið að brjóta á rétti þeirra ef við erum ekki að sýna þeim þessi merki – alveg eins og heyrnalausa barnið þarf að sjá táknið – þó hann geti oft elt hin börnin.

 

SENDUM JAKVÆÐ SKILABOÐ TIL BARNANNA.

Það gefur öllum börnum mikið sjálfstraust þegar kennarinn segir nafnið þeirra og tekur eftir þeim í hópnum.

Barnið fær hvatningu og upplifir – kennarinn man eftir mér.

Kennarinn gefur barninu athygli með því að segja þeim frá því að hann sá að barnið lét kubbana aftur inn í skápinn – áður en það sótti bílinn á hillunni.  Hann sá líka að barnið beið rólegt eftir vini sínum áður en þeir fóru inn á bílasvæðið. Við þurfum að vanda hvernig við hrósum því stundum getur það orðið að undirliggjandi kröfu – barnið bíður eftir að fá hrós – það fékk hrós í gær en ekki í dag. Hvað er að hjá mér ?

Það var svo gaman að sjá hvað þú varst dugleg að reyna aftur og aftur – og gafst ekki upp - þannig að það snýst um – ferlið en ekki loka stöðuna.

  •  

SAMSKIPTI – MILLI SKÓLA OG HEIMILA

  Það er mikill munur á hvað hentar hverri fjölskyldu varðandi upplýsingaflæði – á milli skóla og heimila. Hér áður í gamla daga voru bækur sem fóru á milli skóla og heimila – og yfirleitt voru þetta frekar neikvæðar upplýsingar – sem voru lítið uppbyggjandi fyrir báða aðila.

Í dag er hægt senda – email – eða senda texta í síma. Upplýsingar sem fara á milli eiga að vera uppbyggjandi – og frásögn um hvað gekk vel og hvað var verið að gera sérstakt í dag.  

P.S. Ef upp kemur neyðarástand þá hringjum við.

 

Það sem mestu skiptir máli eru skilaboð um það sem vel gengur – senda upplýsingar um það sem barnið gerði og gekk vel.  Það sama á við um heimilin – senda upplýsingar um það sem vel gengur.

Þegar við skrifum um eitthvað sem er flókið – má gjarnan skrifa um það með því tilliti að það er sagt frá hvernig málið var leyst – og síðan er að hægt að spyrja : HVERNIG HEFÐIR ÞÚ GERT ÞETTA ?

 

MARKMIÐ HJÁ TEACCH ER AÐ EFLA STYRKLEIKA:

Það er mikilvægt að halda reglulega fundi með foreldrum og starfsfólki. Þessi fundir eru stuttir – hvernig gengur með markmiðin og rædd næstu skref í vinnunni með barnið.  Foreldrar segja frá fyrst – segja frá hvernig gengur heima – biðja næst um upplýsingar um hvað er verið að gera á daginn – og hvaða markmið er verið að vinna með.

  • MARKMIÐ :

Foreldrar vilja aðstoð við að kenna barninu að nota skeið – vilja aðstoð við að kenna barninu að fara á klósett – vilja aðstoð við að kenna barninu að klæða sig – vilja aðstoð við að kenna barninu að hjóla -  Þegar við styðjum foreldra með því að koma með leiðir sem styðja börnin þeirra – við það sem þau eru að ströggla við heima mun það efla þau í sínu hlutverki sem foreldrar og þessi samvinna skilar sér alltaf alveg ótrulega vel.

  • Foreldrar sem upplifa að fagfólkið hlustar og virðir þá sem samstarfsmenn – skilar sér alltaf til farsældar fyrir börnin.

 

HVAÐ ERU BÖRNIN AÐ LÆRA ? HVER ER ÁRANGUR ?

            Hvernig getum við fylgst með – og gert mat á stöðunni.

  • Það eru til alls kyns próf  – en það sem við mælum með er það sem er kallað óformlegt mat.  Við gerum stöðumat – hvað getur barnið í dag – og hvaða atriði viljum við vinna með – kenna ?
  • 1. Klæðir sig ?  2. Borðar sjálfur ?
  • 3. Klósett ?  4.  Leikur einn ? 5. Leikur við hliðina ?
  • 6. Biður um mat ?  7. Biður um dót ? 8. Skilur allt búið ?
  • 9. Raðar kubbum ? 10. Þekkir dýr ?  11. Þekkir glas ?
  • 12. Þekkir diskur ?  13. Þekkir úlpa ? 14. Þekkir bað ?
  • 15. Tekur í sundur ?  16. Setur í poka ? 17. Staflar ?
  • 18. Litar á blað ?   19. Hoppar ?  20. Mokar í fötu ?
  •  

BEST AÐ BÚA TIL SÉRSTAKAN LISTA FYRIR HVERT BARN.

Skrifa niður á blað – eða setja á vegginn – minnislista um það sem er verið að leggja áherslu á í vinnunni með þetta barn.

  • Allt starfsfólk veit hvað er verið að kenna og æfa – og fagaðili kemur með tillögur um hvernig ma æfa eða  kenna – sýnir starfsfólki. Skráð niður hversu oft á dag er verið að vinna með athöfn / verkefnið.

Eftir viku er kannað hver staðan er – ef allt er eins og það er engin breyting þá verður að breyta- aðferð og kanna nýja leið.

 

Byrja að kenna nýja færni í einstaklingskennslu – og síðan yfirfæra í aðrar aðstæður – og gera nokkrum sinnum á dag – þetta verður að vera skemmtileg upplifun – og engar kröfur – börnin læra mest í leiknum. Reyna að æfa sama ferli inn á deild í frjálsa leiknum  – og það getur þurft að æfa nokkrum sinnum í einstklingskennslu/ en yfirfæra sem fyrst inn á deildina – þar sem barnið er með öðrum börnum.

Þetta eru helstu atriði sem þarf að huga að í leikskólastarfinu.

 

GANGI YKKUR VEL !

SKRÁÐ Í JÚNI 2023

Svanhildur Svavarsdottir

Close

50% Complete

Viltu fá upplýsingar um greinar og fréttir?