Góðar ábendingar fyrir starf með nemendum á einhverfurófi í grunnskóla

Hér er listi fyrir kennara sem vinna með nemendum á einhverfurófi á grunnskóla aldri. 

 1. Hlutverka leikur.  Leika hlutverk svo nemandi sjái hvernig á að koma fram ekki bara segja honum/henni til.

 2. Það er líka hægt að horfa á myndband. (video modeling)

 3. Undirbúið breytingar á stundaskrá, skrifið orðið ´BREYTING´og skrifið inn á töfluna eða setjið nýja mynd sem sýnir hvað kemur næst.  Þetta er yfirleitt betra en þegar kennarinn kemur með bein skilaboð, því þá er það taflan sem kemur með breytingar og skilaboðin verða því hlutlaus. Nemandinn verður ekki reiður við þig vegna breytinganna heldur verður reiður út í töfluna.

 4. Þeim finnst gott að hafa reglur.  Muna að þær verða að vera skrifaðar niður.  Stundum geta reglur breyst frá degi til dags og þá er gott að venja sig á að setja þær up daglega.

 5. Takið mið af úthaldi hjá nemanda varðandi hversu lengi hann/hún á að vinna verkefni.  (15 min í mesta lagi – þá pása)

 6. Notið aðrar leiðir en að skrifa til að skila verkefnum, t.d. eins og að nota lyklaborð, þau geta talað inn á tölvuna, eða tekið upp það sem þau vilja segja í stað þess að þurfa að skrifa.  Það má lík nota myndir.

 7. Félagsfærni þarf að æfa alla daga.  Það er afar mikilvægt að gefa sér tíma til að spjalla við hvern nemanda. Gott að hafa 5 mín. spjall alla daga. 

 8. Gerið greinamun á æðiskasti / yfirþyrmandi ástandi og bregðist rétt við.  Reynið að fyrirbyggja það með því að hafa tímann skipulagðan frá upphafi til enda.

 9. Ef þú veist hvaða tímar eða reynsla geta valdið vanlíðan og kvíða, reynum við að undirbúa þáttöku vel eða gefa viðkomandi tækifæri að sleppa við það ef þannig stendur á.

 10. Gefið nemanda tíma til að slaka á, fá hvíld frá samskiptum við aðra. Stundum duga 30 sekúndur en í annan tíma þarf allt að upp í 15 min.

 11. Stundum þarf hann að fá að fara í 15 mín. göngu.

 12. Verum raunsæ.  Það er ekki auðvelt að vera í félagslegum samskiptum ef maður veit ekki hvernig á að haga sér.

 13. Undirbúum samverustundina vel og spjallið líka.

 14. Kennum alla hluti einstaklingslega fyrst.

 15. Deilum árangri með foreldrum 

 16. Gefið ykkur tima til að verða vinur og byggjum traust hjá nemendum.

 17. Ræðum framtíðina og hvert við stefnum snemma, helst í kringum 10 ára aldur.  Gerum námið markvissara.

 18. Reynum að kenna skipulagsfærni.

 19. Kennum val, og æfum það að taka ákvarðanir.

 20. Það þarf að vinna bæði þessi verkefni, en þú ræður á hvoru þú byrjar.

 21. Það eru margar leiðir til kennslu, reynum að finna hvað virkar best fyrir þennan nemanda.  (sjá – heyra – horfa – reyna)

 22. Við vitum að mörg þeirra læra best með því að sjá ferlið allt fyrst og fá siðan tækifæri til að reyna sjálf.  Þá eftir það geta þau lesið sér til um það.

 23. Þegar það koma upp árekstar og erfiðleikar hjá nemendanum reynum þá að skilja hvaðan hann er að koma og setjum okkur þeirra í spor. 

Spyrjum eftirfarandi spurninga:.

 1. Er verkefnið yfirþyrmandi? Vantar skilning á hvers vegna þarf að gera það? Hefur það tilgang fyrir nemandann?

 2. Það er oft ágætt að skrifa félagsfærni sögur til að útskýra tilgang, en ef merkingin er ekki til staðar, breytir hún litlu.

 3. Video myndir af verkefni getur oft útskyrt betur tilgang og gæti eflt áhuga á verkefninu.

 4. Mikilvægt að kenna alls staðar, oft erfitt að yfirfæra kunnáttu á milli staða.

 5. Notum sjónrænar vísbendingar í samræmi við hið talaða orð.

 6. Lyftu upp bókinni, sýndu hana, svo þau viti hvað þú ert að tala um, þá vita þau hvað á að horfa á og sækja bókina bakpokann.

 7.  Gefðu nemendum tíma til að skilja og fara eftir fyrimælum. Það tekur yfirleitt 30-60 sekúndur, og endurtekning eykur ekki málskilning.

 8. Gott er að nota einfalt mál og segja Fyrst, ætlum við og Svo……

 9. Einhverfan er ástæðan en samt ekki nein afsökun.

 10. Færri orð eru betri þegar kemur að leiðbeiningum.

Nemendur sem hafa heilmikinn málþroska og færni í að tjá sig, geta oft átt í miklum erfiðleikum með að hlusta og fara eftir fyrirmælum. Þau eru oft mjög kvíðin og þess vegna hverfur færni í að skilja hið talaða orð, og aðstæður verða því verulega erfiðar.

Verið jákvæð og látum nemandann finna að við höfum trú á honum og þá gengur allt mun betur.

Gangi ykkur vel!

Bestu kvedjur, Svanhildur Svavarsdottir 

Close

50% Complete

Viltu fá upplýsingar um greinar og fréttir?