Það hefur verið útbúið plagg til að aðstoða fagfólk við að gera ser grein fyrir hvernig stuðning nemandinn þarf. Það skiptir máli hver veitir stuðninginn - ef við erum með nemanda sem á erfitt með tal/boðskipti þarf að fá ráðgjöf frá talmeninafræðing til að tryggja að það sé verið að vinna rétt með barnið.
Hegðunarfræðingur lærir ekkert um þroska barna - eða um málþroska og skynjun.
Það er því mikilvægt að talmeinafræðingur og Iðjuþjalfi sé hluti af teyminu sem sinna barninu.
Við vitum að rannsóknir segja okkur að árangur í vinnu með lítil börn verði árangursríkast séu foreldrar virtir sem samstarfsaðilar. Foreldrar þekkja barnið sitt best og geta leiðbeint fagfólki með hvaða leiðir hentar barninu þeirra, t.d. með hvort það sé í lagi að tala hátt, snerta barnið, eða vera nálægt, og hvort það er betra að hvísla, hreyfa sig rólega, vera við hliðina á barninu frekar en beint á móti því þegar verið er að leika við barnið.
Við sem fagfólk hlustum á foreldrana og spyrjum þau hvað barnið geti gert - hvað það sé sem þau hafa mestan áhuga á að vinna með - hvernig kemur barnið skilaboðum til foreldranna - notar það hreyfingu, bendingu, eða býr það til hljóð - eða segir orð. Hvað finnst barninu skemmtilegt að leika með og hversu oft kemur barnið til mömmu eða pabba til að fá samskipti í gang.
Hvernig leitar barnið eftir aðstoð - hvaða leiðir notar það - stendur það hjá því sem það vill - tekur það í höndina og teymir þig að því sem það vill - eða öskrar . Hvenær gengur allt vel og í hvernig aðstæðum er barnið - í samspili við ykkur. Það sem við bendum foreldrum á er að muna eftir aðstæðum þegar allt gengur vel og reyna að skoða hvað það er sem veldur því að þessar aðstæður eru auðveldar - við reynum að búa þær til alls staðar.
Við lærum að því að skoða það sem vel gengur en ekki horfa á það sem gengur illa.
Við skiljum að vandinn er líffræilegur - og barnið er alltaf að sækjast eftir öryggi og samþykki.
Þegar þannig aðstæður eru alls staðar fer barninu að líða vel og er tilbúið að læra nýja hluti.
Gangi ykkur vel - það er alltaf hægt að finna lausn og leiðir.