Hér verður rætt lauslega um námskeið sem Endurmenntun Háskóla Íslands er að bjoða upp á.
Þetta er 3 daga námskeið þar sem farið verður yfir helstu atriði TEACCH hugmyndafræðinnar og kennt
að meta og skoða færni nemenda með tillitit til hvernig stuðning einhverfir nemendur þurfa til að virkja sem best eigin færni, styrkleika og áhugasvið.
Mikilvægt að gera sér grein fyrir að það er ekki til ein leið til að vinna með nemendum - við ræðum hvernig við finnum út í samvinnu við nemendur hvaða namsleiðir henta hverjum og einum.
Við styðjum nemandur mest með þvi að finna út hvernig námsaðstæður þeir vilja.
Farið verður yfir hugmyndir og leiðir í vinnu með grunnskólabörn - ásamt að ræða
hvernig við mætum eldri nemendum og fullorðnum.
Þetta námskeið tekur 3 daga .
1. dagur . Rætt um einhverfu - og einhverfir einstaklingar segja frá sínu lífi og skólagöngu.
Rætt um Skipulag í umhverfi - þáttakendur vinna saman að setja upp skipulag.
Rætt um Stundaskrár - hvernig þær nýtast og hvernig má nota - þáttakendur hanna stundaskra.
2. dagur , Rætt um Vinnukerfi - og þáttakendur hanna sjálfir vinnukerfi fyrir eigin nemendur.
Rætt um Verkefni - og þáttakendur hanna verkefni fyrir sinn nemanda
Rætt um Mál og Boðskipti - þáttakendur hanna boðskiptatæki fyrir þeirra nemendur.
3. dagur Rætt um Leikinn - þróun leiksins - nemendur hanna /skipuleggja leikferli
Rætt um Félagsþroskann - nemendur hanna - innra starf í hopavinnu
Rætt um líðan / Leiðir til að mæta nemenda.
Hvernig byrjum við ? Stutt innlegg um fyrstu skref í upphafi skólaársins.