LAUSNIR ÞEGAR STRESS OG KVÍÐI TAKA VÖLDIN :
Hvernig bregst þú við þegar nemandinn hótar að fara út úr stofunni, stendur upp á borði, eða þegar hann hefur slegið frá sér á annan nemanda ?
Viðbrögð okkar í samskiptum við nemendur geta oft aukið hræðslu og kvíða ástand sem mun valda neikvæðum viðbrögðum af þeirra hálfu.
Það mikilvægasta í þessari stöðu er að koma á rólegheitum og minnka stress.
Við verðum líka að skilja hvað er lífræðilega að gerast hjá þessum nemanda.
Hvað dregur úr stress ástandi hjá þessum nemanda.
Það sem verður rætt um hér fyrir neðan eru fyrirbyggjandi leiðir sem draga úr stressi og árekstrum þegar nemandinn er pirraður eða kvíðinn.
Þegar nemandinn er þegar orðinn mjög pirraður og reiður getur verið erfitt að bregðast rétt við.
Kennarinn verður að vera alveg rólegur og í jafnvægi, og skilja hvað er í gangi og hvers vegna nemandinn er kominn í þetta ástand.
Her er listi yfir það sem þú gætir gert til að draga úr erfiðleikum.