Lífræðileg skýring á einhverfu.


Lykill að skilningi á einhverfu er að skilja hvernig heilinn starfar. Við hugsum yfirleitt um heilann sem eitt líffæri.  Í rauninni er heilinn hins vegar með mörg mismunandi svæði.  Hvert svæði sér um að vinna úr hinum mismunandi skynjunum og sameina þessar upplýsingar.   

Heilinn er eins og meltingarkerfið með mörg mismunandi líffæri sem öll hafa mismunandi hlutverk sem þurfa að vinna saman til að melta matinn sem við borðum.  Á sama hátt er starfsemi heilans svipuð því öll svæðin verða að vinna saman til að geta unnið rétt úr upplýsingunum.

Skilningur á einhverfu kemur þegar við skiljum að heilinn hefur mörg mismunandi svæði. Hjá þeim sem eru einhverfir starfa yfirleitt öll svæðin eðlilega – og hjá sumum jafnvel mun betur en hjá öðrum, en það eru samt vandamál með tengingar á  örfáum svæðum í heilanum.  

Svæðin í heilanum senda skilaboð sín á milli með taugaboðum til taugafruma.  Þessi boð eru send eins og þegar við notum rafmagnslínur en það þarf auðvitað orku svo það verði tenging. 

Einhverfan verður til af því að taugaboðin komast ekki til skila á milli taugafruma á réttan hátt. Afleiðingin verður þessi :

Tengi flæði heilans er mismunandi sem veldur því að skynjun og úrvinnsla verður breytileg og truflar oft túlkun á aðstæðum. 

Efnaskipti í hverjum hluta heilans verða afar mismunandi eftir tengingum og þess vegna breytilegar eftir aðstæðum og upplifunum.

Þessi tengingarmunur veldur breytileika hjá einhverfum á hverjum degi, við tölum þess vegna um rófið – af því áhrifin verða aldrei eins. 

Lykillinn að markvissu námi hjá einhverfum er að styrkja tengingar í heila þar sem þau sýna mestu virkni. Við notum áhugann þeirra og athafnir þar sem þau sýna mestu félagslegu tengslin, þannig eflast allar tengingar á milli svæða heilans.    


1. TENGJUMST TILFINNINGALEGA 

Tilfinningarnar eru kjarni heilastarfseminnar. 

Þær eru í raun yfirverkstjóri lífsreynslunnar, hvort sem um er að ræða :  Unga – Aldraða  / Heilbrigða – Veik burða /  Fólk með eða án Einhverfu.

ÞAÐ SKIPTIR EKKI MÁLI -  Við erum öll manneskjur og tilfinningarnar ráða. 

Þegar við erum í tilfinninglegu jafnvægi, glöð og ánægð, gengur okkur best að vera til og læra. Það er því afar mikilvægt að nemendur okkar séu í jafnvægi, finni fyrir virðingu og samþykki því að þegar þau eru í þannig andlegu ástandi í skólanum mun allt ganga svo miklu betur.

Taugaboðin eru aðeins send þegar þau hafa nægjanlega orku, sem kemur með vellíðan, og þá verða mun styrkari tengingar á milli svæðanna í heilanum. Það sem er oftast vandi einhverfunnar er að það vantar nægjanlega orku til að senda taugaboðin á milli mismunandi svæða í heilanum.

Einhverfa barnið er í kvíða eða vanlíðan og þá minnkar orkan og boðsendingin hverfur. 

Það sem er svo mikilvægt að vita að jákvæðar tilfinningar senda  taugaboð til taugafruma og mismunandi heilasvæða sem virkjast og koma á   aðstæðum sem veldur því að nám verður auðvelt og skemmtilegt. 

Við höfum haldið því fram að jákvæðar tilfinningar séu aðeins eins og krem á kökunni. 

Það sem er mikilvægt að vita að í raun eru þær kjarninn, undirstaðan fyrir öllu námi, sérstaklega þegar við kennum einhverfum nemendum.

Þetta þýðir að það mikilvægasta sem þú getur gert fyrir þau er að þau finni fyrir: ást, umhyggju, öryggi, samþykki, og virðingu.  

Ef þú bara gerir þetta þá ertu búin að hafa ótrulega mikil áhrif á allt þeirra líf.

Þegar nemendur finna fyrir öryggi, virðingu, og samþykki, verður heilastarfsemin sjálfkrafa mun betri og þau fara að leggja sig meira fram og þora að reyna nýja hluti.

2. EFLUM STYRKLEIKANN 

Langar þig að tengjast einhverjum vel? 

Þá skaltu benda þeim á hvað þeir gera vel og veita þeim vandaða viðurkenningu. 

ÞARFTU að finna leið til að byrja samtal á mannamótum ?  Það er hægt að spyrja hver er ofurmannlega getan þín ?  Hvað gerir þú betur en 95% af öllu mannfólki ? Þegar fólk kemst yfir hógværðina – upphefst oftast mikil kátina. 

Við matarborðið heima væri skemmtilegt að deila með hinum hverjir eru helstu styrkleikar þeirra. Biðjum svo hina að deila þeirra hugsunum og skoðunum.  Taktu eftir hversu margir byrja að brosa og halla sér fram og verða kátir. 

Við erum öll að leita eftir og skilja okkar eigin styrkleika. Það sem er mikilvægt að vita að þessar hugsanir tengjast starfsemi heilans og tilfinningum okkar. Bestu samskiptin verða til þegar hrósum og látum fólk vita að við tökum eftir styrkleika fólks.  Þetta á við um alla – við sækjumst öll eftir samþykki og viljum öll fá viðurkenningu. 

Þetta á sérstaklega við um einhverfa, þau upplifa  almennt skort á jákvæðum viðbrögðum og samþykki. Þau upplifa sig sem ´brotin´ og að þau séu ekki nógu góð – það þurfi að laga þau. Þau skilja þetta samt alls ekki …

  • Það sem um er að ræða er að það eru örlitlir partar á tveimur svæðum í heilanum, sem valda minniháttar “bilun”.
  •  Við erum öll með eitthvað sem er að trufla okkur. 
  • Öflugu svæði heilans eru sem betur fer fleiri en þau sem eru slakari. Heilinn heldur áfram að styrkjast og breytast, finnur stöðugt nýjar leiðir til að virkja þau slöku svæðin.   

Þau skilja alls ekki hvers vegna þau eru dæmd en það er vegna þess að við búum í þjóðfélagi sem  skoðar eingöngu það sem illa fer – í stað þess að sjá allt það góða sem við höfum fram að bjóða hvert okkar. 

Hrósið hjálpar í raun ekki mikið, það sem skiptir mestu máli er að kenna þeim að þekkja sinn eigin styrkleika.  

Þegar nemendur læra um fjölbreytileika greindarinnar, hefur það orðið ein mesta hvatning, nemenda minna til að leita nýrra leiða.   

Sjálfskoðunarspurningar eru í miklu uppáhaldi hjá nemendum, þær gefa upplýsingar um að færni er alls konar og allir geta fundið eitthvað sem þeim finnst spennandi. Nemendur finna það sem þeim langar að læra og vinna við og árangurinn hefur orðið ótrúlega góður. 


3. LÆRA AF REYNSLUNNI – AF ÞVÍ AÐ GERA.

Alveg í byrjun í móðurkviði, kom skinn og heilinn út af sömu frumu.  Heilinn og skinnið er í raun sitt hvor hliðin á sömu frumu. Ekkert líffæri er jafn tengt heilanum og hendurnar okkar. 

Við vitum að  “læra með því að snerta og gera ” er afar mikilvægt fyrir einhverfa nemendur. 

“Hagnýtt nám ”  eða starfsnám – hjálpar mörgum.

Starfsnám er í raun miklu mikilvægara fyrir einhverfa vegna þarfa þeirra fyrir auknum tengingum milli taugafruma í heila. Því meiri tengingar milli taugafruma því betur tekst þeim að læra.  Með meiri snertingu tengjast fleiri taugafrumur og nám á sér stað. 

Handverksvinnan – og reynsla af því eflir til mikilla muna slakari svæði sem með þessu ná tengingum á milli frumanna. Afleiðing verður sú að nú á nemandinn mun auðveldar með að læra og nám á sér stað. 

4. GEFUM SKÝR SVÖR OG UPPLÝSINGAR.

Það er algengt að einhverfir spyrja og spyrja stöðugt um sama hlutinn.  Þau eiga það til að trufla aðra með þessum spurningum sínum. Það sem við vitum líka að oft er þetta eina leiðin sem þau kunna til að ná athygli og vera í samskiptum.

Það sem þarf til er að skilja viðkomandi og gefa þeim tíma til að spjalla og vera í samskiptum. Það er hægt að kenna með því að gera stutt video band sem sýnir hvernig samskipti líta út – og gefa þeim færi á að velja sína leið.

Það má sýna og kenna hvaða spurningar eru viðeigandi og hvenær. Þetta er oft eina verkfærið sem þau hafa til að koma á samskiptum. Það er því mikilvægt að hjálpa þeim og sýna hvernig þetta getur litið út.

Þessar kennslustundir hjálpuðu verulega og viðkomandi lærði hvenær var viðeigandi að koma á samtali og hætti að trufla aðra. Þau lærðu að finna rétta stund til að koma á samræðum og einnig hvernig á að byrja og svo enda spjallið.

5. EFLUM FRAMKVÆMDA VIRKNI 

Sérkennarar tala um að þeim finnist alltaf erfiðast að kenna framkvæmdavirkni. 

Hvað er framkvæmdavirkni ? 

Þetta er sú færni sem við höfum til að stjórna okkar lífi, hvað við framkvæmum, athöfnum okkar, samskiptum við aðra og gerðum. 

Framkvæmdafærnin á sér stað í framheilanum, en aðeins ef okkur líður vel og erum í fullkomnu jafnvægi.   Því betur sem okkur líður því betur gengur okkur að læra. 

ÞETTA ERU BESTU LEIÐIRNAR: 

  • Tengjast nemandanum á jákvæðan hátt. Ef það gerist ekki mun ekkert nám eiga sér stað. Hins vegar ef þú leggur áherslu á að tengjast nemandanum fyrst þá verða allar leiðir til náms auðveldar. 
  • Leggðu áherslu á að virkja áhuga og styrk nemanda. Þannig ertu að hafa áhrif á heilastarfsemina, nemandinn upplifir gleði og ánægju og hann fær löngun til að læra. 
  • Námið er mest að gera – búa til og nota hendurnar. Þá ertu að nota sterkustu tengingu við heilann til náms. 
  • Gefðu skýr skilaboð – ekki nota orð með tvöfaldri merkingu, eða gefa eitthvað til kynna óbeint, það gerir allt svo flókið.

ÞAÐ SEM VIRKAR FYRIR EINHVERFA ER LÍKA GAGNLEGT FYRIR AÐRA. 

Því meira sem þú skilur hvernig áhrif heilinn hefur á virkni og nám almennt fyrir alla nemendur sem og fyrir einhverfa og hvernig þeir læra þá muntu sjá að þessar sömu leiðir geta líka haft góð áhrif fyrir alla aðra nemendur. 

Þannig að þegar við höfum skilning og virðum þátttöku  einhverfra sem sjálfsagðan hluta af heildinni því betur mun þeim ganga og öllum hinum líka.  

Susan Kruger / Svany Svavars 2021

 

Close

50% Complete

Viltu fá upplýsingar um greinar og fréttir?