MÁ ÉG VERA ÉG SJALF ?

Uncategorized Aug 23, 2023

        Svanhildur Svavarsdóttir M.Sc.

 Talmeinafræðingur /boðskiptafræðingur

 Skrifað í Arizona 2023

 

 

HVER ER EINHVERFAN MIN ?

ÞAÐ ER SVO MIKILVÆGT AÐ ÉG FÁI HLUSTUN – OG SEGI MÍNA HLIÐ:

Ég þarf oft stuðning við að finna rétt orðin, ég veit hvað ég vil segja en finn ekki orðin þegar ég þarf – á þeim að halda - af því ég er kvíðin – og svo get ég oft ekki hlustað á orðin af því ég er að hlusta á röddina þina.

Mér finnst alltaf vont að láta snerta mig, og finnst erfitt að einbeita mér þegar ég finn vonda lykt.  Mér finnst erfitt að horfa framan í fólk, ég hlusta mun betur með þvi að horfa niður. Ég vil ekki að einhver sitji of nálægt mér, ég truflast af litlu hljóði sem enginn annar heyrir, ég á erfitt með að horfa og hlusta. 

Ég finn vel ef fólk er pirrað út í mig en veit ekki/skil ekki  af hverju. Ég sé alltaf þegar kennarinn er pirraður og heyri það líka á röddinni hans og það truflar einbeitinguna hjá mér. Ég get ekki einbeitt mer ef ég finn fyrir kröfum, ég get ekki lært um eitthvað nema vita af hverju það er mikilvægt fyrir mig að læra það.

Ég get lært allt um stærðfræði og ég elska tölur. Ég hef gaman af að setja saman form – og búa til mynstur.  Mér finnst gaman að mála og leira.

Ég safna myndum af pokemon og litlum dúkkum.

Ég á eina góða vinkonu og við spilum spil saman og horfum á teiknimyndir.

Hún er aldrei að reyna að breyta mér og samþykkir hvernig ég er, en við erum ekki alltaf sammála þegar við tölum saman. Ég treysti því að hún tali ekki um mig við aðra, ég er þess vegna alltaf örugg að tala um allt mögulegt þegar við erum saman.

Mér finnst erfitt að taka til í herberginu mínu – ég gleymi mér – og man ekki hvar dótið á að vera.  Mig langar að taka til og gera allt fínt en það er bara alveg rosalega erfitt og ég verð bara þreytt að hugsa um það.  Ég er dugleg að þvo þvottinn minn. Eg vil helst fara í sömu föt alla daga – þá líður mér vel, en þá halda allir að ég sé í skítugum fötum, ég þvæ fötin min eftir hvern dag og fer svo aftur í þau næsta dag.

 Ég held að ég sé í fínu lagi en það er bara samfélagið sem kann ekki að samþykkja mig – né skilur hvernig ég er og vill oft ekki leyfa mér að vera eins og ég vil.     „  SVONA ER EINHVERFAN MÍN

 

Einhverfir tala mikið um að það sem hjálpar þeim mest að takast á við daglegt líf er að læra að skilja sjálfan sig.  Þekkja hvernig skynjun er að hafa áhrif á þeirra daglega líf. Einhverfir þurfa að vita hvað það er að vera einhverfur –

og þess vegna finnum við tíma til að ræða við þau um það. 

Enginn er eins og þess vegna ættum við að spyrja okkur sjálf – hver er ég ?

 

AF HVERJU ER ÉG EINHVERFUR ?

Þetta er spurning sem mörg þeirra koma með.

Það er þvi mjög mikilvægt að fara yfir margar spurningar

sem benda þeim á hvers vegna, og spyrja okkur sjálf

sömu spurninga og í raun er þetta

ágæt leið til að sýna þeim að við erum öll svo ólík.

 

VIÐ SPYRJUM ÞAU – OG ÞAU SPYRJA OKKUR.

 

Við getum byrjað á að ræða hvað finnst þér skemmtilegt ?

Við getum líka spurt hvað finnst þér leiðinlegt ?

Hvað finnst þér erfitt að gera ?

Hvað finnst þér gaman að gera ?

Hvert er uppáhalds dótið þitt ?

Safnar þú einhverju sérstöku ?

Hvaða tónlist hlustar þú á ?

Hvernig finnst þér best að læra ?

Hvenær líður þér best ?

Hvenær líður þér illa?

Hvaða matur er góður ?

Hvaða matur er vondur ?

Hvaða lykt er góð ?

Hvaða lykt er vond ?

Hvort er betra að sitja á stól eða sitja á gólfinu þegar þú hlustar á sögu ?

Hvort finnst þér betra að læra með því að hlusta eða horfa ?

Viltu sitja einn í skólanum eða við hliðina á einhverjum ?

Viltu sitja aftast eða fremst í skólastofunni ?

Hver er besti vinur þinn ?

Hvaða kennari er bestur?

Hvaða fag finnst þér skemmtilegast ?

Hvernig finnst þér best að læra ?

Veistu eða finnur þú fyrir því þegar þú ert svangur ?

Hvernig veistu að kennarinn þinn er pirraður ?

Hvernig veistu að kennarinn þinn er glaður ?

Skilur þú reglurnar sem kennarinn setur upp ?

Skilur þú alltaf hvað hinir krakkarnir eru að gera ?

Veistu hvernig þú átt að byrja þegar kennarinn er búin að segja frá ?

Veistu hvernig kennarinn getur stutt þig ?

Veistu hvernig á að biðja um hjálp í skolastofunni ?

Truflar það þig að finna sterka lykt ?

Truflar það þig þegar það er heitt inni í stofunni ?

Truflar hávaðinn þig ?

Truflar það þig þegar einhver kemur við þig/ snertir þig  ?

Finnst þér óþægilegt þegar einhver snertir þig, klappar þér á bakið ?

Veistu hvert þú getur farið til að fá hjálp ?

Veistu hver getur hjálpað þér ?

Hvað gerir þú þegar þú ert pirraður ?

Hvað gerir þú þegar þú ert reiður ?

Hvernig getur kennarinn hjálpað þér ?

 

Hvað viltu vita áður en þú byrjar í skólanum ?

Hvað viltu vita um NÁMSKRÁNA ?

Hvað viltu að kennarinn viti um þig ?

Viltu að kennarinn skrifi upp á töfluna það sem á að gera í hverjum tíma?

Viltu fá lista um það sem á að gera í dag ?

Viltu vita um breytingar með fyrirvara ?

 

EINHVERFA BIRTIST YFIRLEITT SEM  OFURNÆMNI SKYNJUNAR

OG Í BREYTILEGUM VIÐBRÖGÐUM VIÐ AÐSTÆÐUM OG FÓLKI.

 

MÉR LÍÐUR BEST ÞEGAR :

 

ÉG GET TALAÐ OG SAGT ÞAÐ SEM MÉR FINNST.

ÉG MÁ SKRIFA ÞEGAR ORÐIN KOMA EKKI.

ÉG MÁ SENDA TEXTA ÞEGAR ÉG GET EKKI SKRIFAÐ.

ÞEGAR ÉG VEIT HVERNIG MÉR LÍÐUR – VEIT HVER ÉG ER.

ÉG FINN HVERNIG ÖÐRUM LÍÐUR – ÞAU ERU EKKI AÐ FELA ÞAÐ.

ÞEGAR ÉG VEIT TIL HVERS ER ÆTLAST AF MÉR Í ÞESSUM AÐSTÆÐUM.

UMHVERFIÐ ER SKIPULAGT/ÞÆGILEGT – EKKI MARGIR, LÍTILL HÁVAÐI.

LÍTIL LYKT.

ÉG VEIT HVERNIG ÉG GET KOMIÐ MÉR ÚR ÞESSUM AÐSTÆÐUM EF ÞARF.

ÉG VEIT HVAÐ ER Á DAGSKRÁ – VERKEFNIN OG HVENÆR ÞESSU ER LOKIÐ.

ÞAÐ ERU EKKI GERÐAR NEINAR SKYNDILEGAR BREYTINGAR.

 

ÞEGAR MÉR LÍÐUR ILLA ÞÁ REYNI EG AÐ FELA HVER EG ER :

ÉG SET UPP GRÍMU / MASKA.

Ég reyni að gera allt eins og hinir – til að vera samþykkt.

Set hendur í vasana af því ég get ekki/má ekki  flippa fingrunum.

Endurtek aftur og aftur innan í mér áður en ég segi það upphátt.

Samþykki allt sem sagt er þó ég sé algjörlega ósammála, þori ekki að segja það sem mér finnst – vil ekki vera útskúfuð.

Læt alla halda að ég sé glöð. Reyni að vera kyrr, fer ekki heim þegar ég þarf.

Er í rauninni alveg að springa innan í mér.  Stend hjá þeim sem ég þekki.

Veit ekki hvað ég á að segja og við hvern ég get talað ef ég þekki þá ekki.

 

Næsta dag vil ég helst ekki fara í skólann.  Er svo þreytt og úrvinda.

 

 

Close

50% Complete

Viltu fá upplýsingar um greinar og fréttir?