SAMSTILLING = CO - REGULATION

Uncategorized Apr 28, 2021

 

SAMSTILLING/CO-REGULATION

 Samstilling er stuðningur sem uppalandandinn sýnir barninu og  kemur fram sem djúpur skilningur og umhyggja.  Stuðningurinn og umhyggjan breytast eftir þroska barnsins og aldri, eða hvort um er að ræða ungabarn eða ungling.  Samstillingin verður undirstaðan fyrir sjálfstjórn seinna meira á ævinni.

Sjálfstjórn er sú færni sem hefur áhrif á virkni í hugsun, einbeitingu í námi, og frumkvæði sem eflir þátttöku í samskiptum, námi, og starfi.  (Murray, Rosanbalm, Christopoulos, & Hamoudi, 2015). Sjálfstjórnar færni  sem stuðlar að vellíðan og hamingju seinna á ævinni hefur átt sitt upphaf í barnæsku. Hefur þú einhvern tíma séð einhvern fullorðinn missa stjórn á skapi sínu eða verða þögull í erfiðum aðstæðum. Ég líka.  Fullorðnir sem sýna svona hegðun voru einu sinni börn en upplifðu hvorki virðingu né umhyggju þegar þeim leið illa, sem hefði kennt þeim viðeigandi sjálfstjórn.  Þess vegna kemur spurningin: ´´hvernig get ég kennt börnunum mínum sjálfstjórn´´. Svarið er:  Það byrjar með virðingu og umhyggju, sem við köllum líka samstillingu en á enskunni heitir það co-regulation.

Það eru margir sem halda að við lærum þetta án íhlutunar.  Það sem við vitum nú hins vegar er að þetta lærist eingöngu ef börnin upplifa umhyggju, stuðning, og öryggi í sínu umhverfi. (Rosanbalm, K.D., & Murray, D.W. (2017).  Áður en fullorðnir geta veitt umhyggju og stuðning verða þeir að vera færir um að stjórna eigin skapi og tilfinningum.  Efirfarandi verða fullorðnir að vera færir um:

  •  Taka eftir eigin viðbrögðum og líðan, á meðan þau eru í samskiptum við barnið, unglinginn eða annan fullorðinn.´´
  •  ´´Taka eftir eigin hugsunum og túlkun á hegðun annarra, ekki dæma heldur skilja .´´
  • ´´Kunna að nota leiðir til að slaka á svo þeir geti brugðist við með nærgætni og umhyggju. Það hjálpar að anda djúpt og telja hægt niður.´´

Þegar uppalandinn, þjálfarinn, bregst við barni,ungling, fullorðnum með ró og öryggi, samstillir sig,  þá finnur það stuðning og nær aftur sjálfstjórn og lærir smám saman að gera það sjálft.” (Rosanbalm, K.D., & Murray, D.W. (2017).

Samstillingin eða Stuðningurinn er þríþættur :

  1. Hlýja, umhyggja, og gagnkvæm samskipti,
  2. Skipulag og öryggi í umhverfi
  3. Tækifæri til að læra og æfa sjálfstjórn

 Hlýjan og umhyggjan í samskiptunum sést á viðbrögðum, sem gefa til kynna skilning á þörfum viðkomandi og sérstaklega þegar þau eiga erfitt. (Rosanbalm, K.D., & Murray, D.W. (2017).

Það er afar mikilvægt að uppalendur sýni í orði og verki að þau eru til staðar hvenær sem barnið einstaklingurinn þarf og að það finni það.

Það gerum við með því að sýna þeim algjöra athygli og áhuga á því sem skiptir þau máli. Við hlustum og sýnum alúð.

Skipulag í umhverfinu eflir frumkvæði, þau vita hvað á að gera á hverjum stað, sem veitir öryggi og styrk.

Við höfum reglu á hlutunum, þau læra hvernig dagurinn líður, hvenær við vöknum, borðum morgunmat, og hvenær við förum í skólann.

“Við undirbúum breytingar og sýnum í verki hvernig á að gera ákveðin verk á heimilinu. Við leiðbeinum og gefum upplýsingar og þau læra að taka ákvarðanir sjálf.  (Rosanbalm, K.D., & Murray, D.W. (2017). 

 HVAÐ ER CO- REGULATION ?

 Svanhildur Svavarsdóttir

Talmeinfræðingur / Boðskiptafræðingur

Skrifað í Arizona 2020

Close

50% Complete

Viltu fá upplýsingar um greinar og fréttir?