SAMSTILLING - SAMVERA - STUÐNINGUR - SKILNINGUR

Uncategorized Nov 09, 2021

HVAÐA STUÐNINGUR ER MIKILVÆGASTUR FYRIR ALLA NEMENDUR ?

 • Samhyggð þýðir að við skiljum hvernig nemandanum líður, getum sett okkur í hans spor, en það er líka aðeins meira en það.
 • Það er erfitt að sýna samhyggð þegar þínar eigin tilfinningar bregðast ekki við í takt við hvernig honum líður.
 • Með því að samþykkja og skilja ástand nemandans og skilja hvernig honum líður tengist þú honum mun betur.

Ímyndum okkur þetta ástand:

Barnið þitt er með námsörðugleika og þú ert búin að segja honum/ biðja hann að flýta sér af stað í skólann, en heyrnarúrvinnsla hans tekur afar langan tíma svo að þessi skilaboð eru ekki að komast til hans, þess vegna tefst hann og vantar frumkvæði í að skipuleggja sig og koma sér af stað á morgnana. 

Þetta er þriðji morguninn sem þú ert að verða of sein í vinnuna.  Þú ert svo pirruð að þú endar með að öskra á hann að drífa sig og koma sér af stað.

Þín viðbrögð eru afar eðlileg og skiljanleg, þú mátt ekki við því að verða of sein einu sinni enn. Sama á við um son þinn.

Hann þarf að læra færni til að koma sér af stað á réttum tíma.

En þegar hann heyrir hvernig þú segir það sem þú sagðir,  mun honum líða illa og finnast að þú skiljir hann ekki og sért að hafna honum.

Með því hins vegar að sýna UMHYGGJU / SAMHYGGÐ á þessu augnabliki getur þú algjörlega breytt þessu ástandi í einum vetfangi. Barnið finnur fyrir ástinni og umhyggjunni og skilning og það eykur sjálfstraust þess á svipstundu.

En hvað er SAMHYGGÐ og hvað er það ekki.

Samhyggð þýðir að þú getur sett þig í spor annarra og skilningur á líðan þeirra sem gefur þeim öryggi og eflir þeirra sjálfstjórn, kennir færni og eykur sjálfstraust.

Það mun efla skilning og gefa tækifæri til að leysa málin saman, og tengjast betur  tilfinningalega á erfiðum stundum..

Samhyggð er ekki það sama og vorkunnsemi, né eftirlæti.

Fólk með mikla samhyggð hefur færni í að setja sig í spor annarra, og finna hvernig öðrum líður.

Ég sé að þetta er ekki að ganga vel I dag vinur, en eg skil hvernig þér líður og þú ert ekki einn ég er hér.

Þessi skilaboð eru afar mikilvæg fyrir börn sem eiga við námsörðugleika að stríða.  Það að einhver skilur mig og vill hjálpa mér mun verða til þess að þau fá áhuga og vilja reyna. Virkni framheila fer af stað – ekki lengur föst í tilfinningaheilanum sem kann ekki að skipuleggja.

Þau læra að vera meðvituð um sig sjálf og kunna að berjast fyrir eigin rétti.

 1.  Settu þig í hans spor:Slepptu eigin tilfinningum og viðbrögðum og sjáðu hlutinn með augum nemandans.
 2.  Ekki dæma nemandann:Ekki segja honum hvað á að gera – taktu heldur þátt í sársaukanum.
 3.  Reyndu að skilja tilfinningar nemandans.

Rifjaðu upp atburð í eigin lífi sem gæti hafa verið svipaður og reyndu að minnast þess hvernig þér leið.

Láttu hann/hún skilja að þú viljir skilja – og leyfðu nemandanum að tjá sig. Ekki reyna að laga neitt. Það sem þarf að segja er eftirfarandi:

´´Ég heyri að þetta hefur verið þér afar erfitt´

SAMHYGGÐ OG TILFINNINGAR :

Við verðum að læra að bregðast við með samhyggð, og skilja hversu erfitt þetta er og við verðum að reyna að setja okkur í þeirra spor. Tilfinninglegt ástand þeirra er komið úr jafnvægi. Þetta ástand þeirra mun hafa mikil áhrif á færni þeirra til að vera virk og læra á þessari stundu.

Það er oft auðvelt að detta í þá gryfju að halda að það sé allt önnur ástæða fyrir hegðun en í raun er. Oftast heyri ég að barnið vilji stjórna – og það sé óþolandi, en gerum okkur grein fyrir því að við viljum öll stjórna eigin lífi og ef við fáum það ekki líður okkur afar illa.

Nemandinn hleypur út úr kennslustofunni, eða felur sig inni í kennslustofunni, skríður þar undir borð, og vill fá að vera í friði.

Margir túlka þetta sem mótþróa, frekju, erfiða hegðun en ástæðan er hins vegar að honum einfaldlega líður mjög illa.  Aðstæðurnar urðu yfirmþyrmandi og hann réði hreinlega ekki við þær.

Með því að skilja að hann er að segja okkur með hegðun sinni að honum líður afar illa og ræður ekki við aðstæðurnar.  Um leið og hann finnur og skilur að við vitum þá mun það hafa jákvæð áhrif, því hann nær að slaka á og komast í jafnvægi og verður tilbúinn í samskipti við okkur.

Þú hefur samhyggð og skilur og veist að hann er ekki að ráða við aðstæður og hann kann ekki að nota orð og biðja um hjálp.

Þegar hann upplifir að þú ert alveg róleg og í fullu jafnvægi og sýnir honum alúð mun hann finna fyrir því og verða strax rólegur og líða mun betur.

Tölum með rödd samhyggðar.

Það er eitt að skilja samhyggð og annað að sýna hana í verki.

 • Þegar kennari eða foreldri svara á eftirfarandi hátt: Ef þú hefðir bara lesið meira þá hefði þetta gengið betur!”
 • Ég bað þig að fara út með ruslið fyrir klukkutima síðan og þú ert ekki búinn að því enn. Nú færð þú ekki að horfa á sjónvarpið á eftir.” ( hér er verið að beita skömminni)

Þessar athugasemdir gefa til kynna að þú skiljir alls ekki hversu erfitt er að fara eftir munnlegum skilaboðum.

Það er erfitt í fyrsta lagi afar erfitt fyrir nemandann, að skilja til hvers þarf ég að fara út með ruslið, eða setja sig í spor annarra, og gera það sem er verið að biðja um, nota hugsun eða framkvæmdarheilann.

HVERNIG VÆRI AÐ SEGJA SVONA Í STAÐINN:

 • “Ég veit að þetta námsefni er erfitt, en ef þú færð hjálp frá mér þá getum við hjalpast að við að klára þetta saman.´´
 • “Við vorum búin að ræða að það væri mikilvægt að taka þátt í heimilis störfunum, og ef þú þarft hjálp við að muna eftir því þá get ég sent þér skilaboð í símann.”

Þarna er talað við viðkomandi með umhyggju og virðingu sem stuðlar að innra öryggi sem veldur því að þau vilja og langar til að hjalpa til.

Hvernig æfum við okkur í Samhyggð.

Það þarf að æfa sig í að svara fólki af samhyggð.  Oft er ágætt að lesa sér til um hvernig eigi að svara nemandanum sem er í æðiskast og æfa sig með vinum og vandamönnum.

Hvernig á að sýna samhyggð í verki, og öllum samskiptum.

Þetta æfist smám saman og verður að venju í öllum samskiptum. Æfingin skapar meistarann. Þetta er æfing sem mun efla hvað mest tilfinningaþroskann hjá börnum.

LYKILATRIÐI :

 • Samhyggð er ekki að vorkenna, né verið að dekra barnið.
 • Samhyggð þýðir að vera einlæg og geta sagt ´´Ég skil svo vel hvernig þér líður og þú ert ekki einn, ég skal vera hjá þér´´
 • Það að bregðast við barninu með samhyggð, lærist smám saman en hefur mjög jákvæð áhrif.

Barnið öðlast smám saman sjálfstraust og hefur hvetjandi áhrif hjá þeim til þess að taka þátt í leik og starfi. Þetta hefur einnig mjög jákvæð áhrif á námsárangur.

Bestu kvedjur,

Svanhildur Svavarsdottir Talmeinafræðingur Boðskiptafræðingur  - Arizona, November 2019

 

 

Close

50% Complete

Viltu fá upplýsingar um greinar og fréttir?