SAMTAL OG SAMVINNA

Uncategorized Apr 28, 2021

ISJAKINN  sýnir svo vel hvað er að gerast þegar við sjáum að nemandinn okkar er ekki eins virkur og hann er venjulega.  Hvers vegna tekst honum ekki að byrja á verkefninu í dag. Hver er skýringin, hvað er að gerast. Í dag er hann ekki í andlega góðu ástandi og þess vegna sjáum viðað hann er að hika við, veit ekki hvernig eða hvar á að byrja á verkefninu - en kvíðinn er að trufla - hann er ekki viss um hversu lengi á að vinna, hvenær er verkefninu lokið og hvernig á það að líta út.   Ég hef oft tekið eftir því að ef ég sýni nemendum mínum hvernig verkefnið á líta út þegar það er búið hefur þeim tekist betur að koma sér að verki og skipuleggja sig.  Það er t.d. að sýna mynd af lego húsinu þegar það er búið og sýna og segja það á að læita svona út.  Þá hafa þau fengið innri myndina fram sem kom ekki þegar eingöngu var verið að ræða um verkefnið.

Þau læra mörg á sjónrænan hátt - verða að sjá og gera til að skilja. 

Hér er svo dæmi frá dr.Ross Greene um hvernig má leysa vandann með því að spjalla og ræða málin: 

 

Close

50% Complete

Viltu fá upplýsingar um greinar og fréttir?