SKÓLI -HVAÐ ÞARF TIL AÐ VEL GANGI ?
Uncategorized
Aug 20, 2023
FRAMKVÆMDIN OG VERKFERLIN :
VANDAMÁL SEM KOMA eru oft VEGNA :
- Stress og vanlíðan ( nemendur/kennarar)
- Umhverfið/ andrúmsloftið
- Námskráin flókin / Verkefnin leiðinleg
MIKILVÆGUSTU MARKMIÐIN ERU :
Hann fær að upplifa öryggi, má vera eins og honum er eðlilegt,
það er hlustað á hann og hans skoðanir eru virtar.
Þá verður til þetta ástand:
- Nemandinn er rólegur, glaður og í jafnvægi
- Góð notkun á tíma hvers og eins
- Vellíðan skilar auknum tíma fyrir nám.
KENNSLULEIÐIR : SVEIGJANLEIKI /SKILNINGUR
Unnið er með það sem skiptir máli fyrir hvern og einn nemanda.
Hann finnur tilgang í að læra og svo þarf að skipuleggja.
- Hvar – hver – hvað – af hverju – hvenær
- Grunnur er samstilling / co-regulation
- Kennarinn veit að andleg vellíðan er lykill að námi.
- Kennarinn nær tenglsum fyrstu viku skólaársins.
- Nemandinn treystir kennara og farsæld skólagöngu verður til.
SKIPULAGT UMHVERFI :
Aðstæður í skólastofunni eru: staður til að hlusta á tónlist,
staður til að læra með kennara, staður til að leika við aðra,
staður til að læra einn, staður til að borða nesti,
staður til að lesa í ró og næði.
- Læra að skipta um aðstæður – er hluti af námskrá.
- Breytilegt eftir þörfum og þroska
- Hugsað fyrir nemendur sem þurfa sjónræn skilaboð
- Hugað að ólíkri skynjun – þörf á skilning
- Allir nemendur læra á ólíkan hátt.
MIKILVÆGI á AÐLÖGUN Á NÁMSKRÁ :
- Venjuleg og önnur fyrir einhverfa nemendur
- Skilningur á þörf fyrir lengri tíma til að vinna og læra.
- Námsefnið: hvernig er það sett fram – spyrja hvern nemenda.
- Mikilvægi – að brjóta niður ferlin – og sjá hvernig búið lítur út.
- Boðskiptin - þau skilja meira en við áttum okkur á.
- Gefa tíma til að hlusta á fyrirmæli – skrifuð fyrirmæli góð.
- Félagsfærnin – er vandi skólans – ekki nemanda.
- Afþreying – áhugasvið – viðurkennd.
- Dagleg störf á heimili - Einföld vinnu ferli – tengt námi
- Hreyfing – útivist – tónlist – slökun.
- Vinnu / starfs þjálfun – þáttur af skólastarfinu.
- Markmið skólans að verða virkur þegn í samfélaginu.
- Æfa að ferðast um einn á eigin vegum.
STUNDATÖFLURNAR FYRIR HVERN OG EINN:
- Skipuleggja daginn – læra að gera sjálf
- Mismunandi útlit eftir þörfum hvers og eins
- Mikilvægi á skipulagi dagsins – gaman – erfitt
- Gera mun á að leiðbeina / kenna / sýna
- Taka tillit til að sitja og standa
- Hversu löng eru verkefnin
- Læra að nota frítímann vel – kenna afþreyingu
- Æfa að skipta um athafnir oft – æfir þol á breytingum
- Hluta þátttaka – fylgjast með er oft nóg
- Fær að velja hvenær með öðrum
SKIPULAG Á STARFSFÓLKINU :
Það þarf að vera stundatafla fyrir kennara og starfsfólk.
- Hver sér um innlögn á nýju efni fyrir hvern nemanda.
- Hver skráir niður námsáætlun fyrir hvern og einn.
- Hver sér um leikina og spjallið með nemendum.
- Hver passar upp á frágang í stofunni – skipulag fyrir næsta dag.
SKÓLINN Á AÐ MÆTA ÞÖRFUM ALLRA NEMANDA
– OG VEITA ÞEIM ÞÆR AÐSTÆÐUR SEM ÞEIR ÞURFA !
Kennarinn getur spurt hvern nemanda – hvernig lærir þú best ?
Hvar viltu sitja ? Viltu að ég skrifi til þín ? Viltu að ég segi þér sérstaklega frá ?
Viltu hlusta á upptöku af fyrirlestrinum mínum eftir á?
Þarftu að nota heyrmarhlífar ? Eru ljósin í stofunni of skær ?
Hvernig getum við stutt þig ?
Viltu vinna einn ? Viltu vinna með öðrum ?
Hverjum viltu læra með ? Hver á að hjálpa þér ?
Hvernig viltu láta mig vita þegar þú þarft aðstoð ?
Hvaða lausnir þurfum við að hafa fyrir þig ?
Hvar eigum við að setja gögnin þin ?
Hvað þarftu langan tíma til að ljúka við verkefnið ?
Hvernig á ég að láta þig vita hvernig þér gekk – viltu að ég tali við þig ?
eða sendi þér texta/email ?
Á ég að hjálpa þér a búa til skipulag ? Setja upp lista á því sem þarf að skila inn ?
Það er oft gott að búa til lista yfir það sem þarf að gera og gera fyrst það sem er leiðinlegt- þá verður í raun auðvelt að klára allt saman.
Traust er lykill að farsæld skólagöngunnar. Nemandinn sem treystir þorir.