SPURNINGAR SEM EFLA SAMTALIÐ MILLI FORELDRA OG BARNA !

Uncategorized May 08, 2021

Allir nemendur þurfa skilning og umhyggju í skólanum.  Það þurfa kennarar reyndar líka og þeir þurfa stuðning til að vinna vinnuna sína, frá stjórnendum skólans. Það sem veldur kennurum oft áhyggjum er að það eru allt of margir nemendur í hverjum bekk og möguleikinn á að þeir geti sinnt öllum jafnt er alls ekki til staðar. Það er kominn tími til að endurskoða hversu margir nemendur eiga að vera i hverjum bekk og rannsóknir segja okkur 18-20.  Þegar kennaranum líður vel og hann hefur tíma til að sinna öllum sínum nemendum, þá minnkar stress og álag. 

Vellíðan kennara er afar mikilvæg bæði fyrir nemendur og þá sjálfa að sjálfsögðu.  Það er ekki staðan í dag.  Það eru samt komnar nýjar rannsóknir sem segja okkur að börnin geta ekki lært nema þegar þeim líður vel andlega.  Það er ekki síst þess vegna sem það er afar mikilvægt að leita til þeirra sjálfra þegar illa gengur og spyrja þau um skólagönguna og hvað við fullorðna fólkið og kennara getum breytt og aðlagað  svo þeim muni líða betur. 

Þessi spurningalisti hjálpar og gefur okkur svör, en um leið verðum við að vera meðvituð um að dæma þau ekki og sýna þeim fulla virðingu fyrir skoðunum þeirra, þá fyrst treysta þau okkur og segja frá.

1.   Hvað var skemmtilegast í skólanum í dag ?

2.   Hvað kom þér til að hlæja í skólanum í dag ?

3.   Ef þú mátt ráða, hjá hverjum viltu sitja í skólanum?

4.   Hvaða staður er skemmtilegastur í skólanum?

5.   Hvað var það skrýtnasta sem þú heyrðir í dag ?

6.   Ef ég myndi hringja í kennarann núna hvað myndi hann segja um þig ?

7.            Hjálpaðir þú einhverjum í dag ?

8.             Var þér hjálpað í dag?

9.             Hvað lærðir þú í dag ?

10.                 Hvað var leiðinlegast í dag ?

11.                 Hver var að leika við þig í dag í frímíntunum?

12.                 Hvað var virkilega gaman í dag ?

13.                 Hvaða orð notaði kennarinn þinn mest í dag ?

14.                 Hvað finnst þér mikilvægast að læra í skólanum ?

15.                 Hvað finnst þér ekki mikilvægt að læra ?

16.                 Finnst þér að þú þurfir að vera betri við Palla?

17.                 Hver er skemmtilegastur í bekknum ?

18.                 Hvað er skemmtilegast í matartímanum?

19.                 Ef þú værir kennarinn á morgunn hvað myndir þú gera ?

20.                 Ef þú mættir skipta um stað í bekknum hjá hverjum vilt þú sitja ?

21.                 Til hvers notaðir þú pennann þinn í dag ?

Þetta spjall má gera aftur en þá eru það börnin sem spyrja foreldrana og breyta – skóla – í vinnuna – eða heimilið.

Bestu kvedjur, gangi ykkur vel !

 

 

Close

50% Complete

Viltu fá upplýsingar um greinar og fréttir?