Útbúið með aðstoð frá Dr. Christopher Watson
Dr. Ross Greene THE LIVESINTHEBALANCE.COM
SAMTAL OG SAMVINNA
SVONA LEYSUM VIÐ VANDAMÁLIN
VIRÐING OG UMHYGGJA fyrir barninu er undirtónninn hjá okkur þegar við leitum eftir upplýsingum frá þeim. Hverjar eru áhyggjur barnsins og hvert er þeirra sjónarhorn á þessu vandamáli sem um er að ræða.
Hjá mörgum fullorðnum, er þetta erfiðasti hlutinn
eða PLAN B, því þeim finnst
þeir oft ekki vita um hvað og hvernig þeir eiga að
spyrja næst.
Hér koma nokkur dæmi um hvernig mætti fá
betri upplýsingar.
VIRK HLUSTUN OG ÚTSKÝRANDI FULLYRÐINGAR
Virk hlustun felur í raun í sér að spegla það sem barnið hefur þegar sagt og síðan að hvetja barnið til þess að veita viðbótarupplýsingar með því að segja eitt af eftirfarandi:
Virk hlustun er fyrsta aðferðin til að nálgast upplýsingar...ef þú veist ekki hvaða aðferð þú getur notað eða hvað skal segja næst, þá er afar gagnlegt að nota þessa aðferð.
SPURNINGAR UM VANDAMÁLIÐ ERU: HVER, HVAÐ, HVAR, HVENÆR
HER ERU DÆMI :
AÐ SPYRJA AF HVERJU VANDAMÁLIÐ KEMUR UPP VIÐ VISS SKILYRÐI/AÐSTÆÐUR EN EKKI VIÐ AÐRAR AÐSTÆÐUR
DÆMI: „Þér virðist ganga virkilega vel í vinnuhópnum þínum í stærðfræði - en ekki jafn vel í vinnuhópnum í félagsfræði ... Hvað stendur í veginum fyrir félagsfræðinni?“
AÐ SPYRJA BARNIÐ UM HVAÐ ÞAÐ HUGSAR ÞEGAR ÞAÐ
HUGSAR UM VANDAMÁLIÐ
Athuga, þetta er allt annað en að spyrja barnið um það hvernig því líður. Slíkt veitir yfirleitt ekki miklar upplýsingar um áhyggjur barnsins eða sýn þess á hinu óleysta vandamáli.
DÆMI: „Hvað varst þú að hugsa um þegar Frú Thompson sagði bekknum að fara að vinna í raunvísinda spurningalistanum?“
AÐ BRJÓTA VANDAMÁLIÐ NIÐUR Í SMÆRRI LEYSANLEGA ÞÆTTI
DÆMI: „ Þannig að þér finnst erfitt að skrifa niður svörin við spurningunum í raunvísinda spurningalistanum .......... En þú veist ekki af hverju?“
Við skulum hugsa um mismunandi þætti verkefnis að svara spurningunum í raunvísinda spurningalistanum.
ATHUGUN FRÁ ÖÐRU SJÓNARHORNI
Þetta felur í sér að framkvæma athugun sem er ekki í samræmi við lýsingu barnsins á ákveðnum kringumstæðum, og þetta er áhættusamasta aðferðin (barnið getur þagnað) af þeim til að ná fram upplýsingum.
DÆMI: „Ég veit að þú segir að það hafi ekki verið nein vandamál að leika við Chad nýlega, en ég minnist nokkurra skipta í síðustu viku þegar þið strákarnir voruð mjög ósammála um reglurnar í fótboltaleiknum. Hvað heldur þú að hafi eiginlega verið í gangi þá?“
SETJUM ALLT UPP Á BORÐIÐ: UMRÆÐUR UM AÐRAR –
ÁHYGGJUR
Þetta er tíminn þar sem þú setur til hliðar áhyggjur sem barnið hefur áður tjáð og leyfir viðkomandi að tala um nýjar hugsanir og því mögulegar nýjar áhyggjur.
DÆMI: „Þannig að ef Timmy sat ekki of nálægt þér og ef Robbie var ekki með hávaða og ef gólfið var ekki óhreint, og ef hnapparnir á buxunum þínum voru ekki að trufla þig... Er eitthvað annað sem gæti gert það erfitt fyrir þig að taka þátt í Morgunstundinni?“
SAMANTEKT ATRIÐA (OG SPYRJA UM FLEIRI ÁHYGGJUR)
Hérna er það sem þú skrifar lista um áhyggjur sem þú hefur þegar heyrt um og spyrð síðan hvort einhverjar fleiri áhyggjur séu til staðar sem hafa ekki enn verið ræddar. Þetta er LEIÐ SEM ER GOTT AÐ NOTA - áður en farið er í næsta skref sem er
Mat – ÁHYGGJUR ÞEIRRA fullorðnu.
DÆMI: „NÚ VIL ÉG VERA VISS UM AÐ ÉG SKILJI HLUTINA RÉTT :
A) Það er erfitt fyrir þig að fylla út vinnublaðið í félagsfræði í heimanámi vegna þess að það er ennþá erfitt fyrir þig að skrifa niður svörin – AF ÞVÍ AÐ:
B) Stundum skilur þú ekki spurninguna...
C) Frú Langley kennari hefur ekki farið yfir efnið á vinnublaðinu.
Er eitthvað fleira sem þér finnst erfitt við að ljúka heimanámi og vinnublaði í félagsfræði heima hjá þér?“
Útbúið með aðstoð frá Dr. Christopher Watson
Dr. Ross Greene THE LIVESINTHEBALANCE.COM
REV 102020
livesinthebalance.org