Einhverfa er lífstíðar taugalífræðilegur vandi, heilastarfsemin er ólík okkar, sem kemur þannig fram að einstaklingurinn á oft erfitt með að skilja það sem hann sér, heyrir, og skynjar í umhverfi sínu. Þetta hefur þau áhrif að að hann/hún á oft í erfiðleikum með félagsleg samskipti, boðskipti, og hegðun.

Hann/hún á oft erfitt með að skilja aðstæður og skilja hegðun fólks. Það verður því oft að kenna þeim eins og alvarlega málhömluðum hvernig á að senda boð, hvernig á að hafa félagsleg samskipti og hvernig á að haga sér í hinum mismunandi aðstæðum. Þau vantar oft það sem við venjulega köllum innsæi, þau finna ekki sjálf hvað er viðeigandi og hvað er óviðeigandi.

Einhverfir einstaklingar eru alltaf þáttakendur á eigin forsendum og eiga því erfitt með að setja sig í spor annarra. Einhverfum þarf því að kenna hluti sem aðrir læra með því að horfa eða án sérstakrar kennslu eða frekari leiðbeininga.

Hvað er einhverfa?

Einhverfa er lífstíðar taugalífræðilegur vandi, sem kemur þannig fram að einstaklingurinn á oft erfitt með að skilja það sem hann sér, heyrir, og skynjar í umhverfi sínu. Þetta hefur þau áhrif að að hann/hún á oft í erfiðleikum með félagsleg samskipti, boðskipti, og hegðun.

 

Vantar þig ráðgjöf eða fræðslu?

Ég býð upp á ráðgjöf og fræðslu fyrir einstaklinga og stofnanir. Við byrjum á því að bóka símtal þar sem ég svara spurningum og ef ég get gefið þér upplýsingar og ákveðum næstu skref.

Hafðu samband