Hver er Svanhildur Svavarsdóttir?

Svanhildur er fædd 21. Oktober í Reykjavik árið 1947.

Hún lauk kennaraprófi 1969, prófi í sérkennslufræðum 1971, síðan fór hún til Noregs og lauk námi sem talmeinafræðingur 1977.

Hún lauk meistaraprófi í talmeinafræðum í við Háskólann í Chapel Hill Norður Karolínu, og á sama tíma stundaði hún starfsnám í einhverfu hjá Division TEACCH og rannsakaði þar boðskipti einhverfra í 3 ár sem lokaritgerðin hennar fjallaði um.

Svanhildur hóf sinn starfsferill á meðan skólagöngu stóð í Kennaraskólanum og vann í Reykjadal í sumardvöl sem er enn rekin af Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra fyrst sem starfsmaður á gólfi og síðast sem forstöðukona sumardvalarheimilsins.

Hún varð skólstjóri í Reykjadal skóla fyrir fötluð börn haustið 1969 og sá skóli starfaði í 6 ár.  Skólinn var að fyrstu eingöngu fyrir fötluð börn en í lok síðasta árs voru þar komin börn sem fengu greininguna fjölfötluð en voru í raun einhverf, þannig að þar komst Svanhildur fyrst í kynni við þessi börn sem vöktu athygli hennar strax. Þarna varð uppsprettan af því að læra talmeinafræði því mörg þeirra áttu afar erfitt með boðskipti og reyndi Svanhildur margar leiðir til að ná til þeirra og ein sem gafst vel þá var að nota ljósmyndir, sem reyndar er enn í dag viðurkennd leið til að efla boðskipti þeirra.

 

Svanhildur starfaði í sérdeild fyrir fatlaða í Hlíðarskóla einn vetur en þá fór hún utan í nám til Noregs. Hún var ráðin til vinnu hjá Dagvistun barna 1977 sem fyrsti sérkennslufræðingur sem þangað var ráðin og var þar til 1984. Á sama tíma var Svanhildur fengin til að sinna ráðgjöf á hinum ýmsu stofnanunum sem sinna fötluðum, svo sem Öskjuhlíðarskóla, Lyngás, Skálatún, Safamýraskóla, og fleiri.

Svanhildur kenndi lengi við Fóstruskólann og Þroskaþjálfaskólann ásamt því að halda reglulega fyrirlestra fyrir Háskóla Íslands og aðrar stofnanir sem sinna fötluðum. Hún var ráðin til BUGL árið 1986 – 1996 og kom þar einu sinni i viku til að sinna ráðgjöf til starfsfólks og til að vinna með börn sem þar voru í dagvist. Svanhildur starfaði frá 1994-1996 sem ráðgjafi fyrir heimili einhverfa í Reykjavík. Svanhildur stofnaði sérdeildina í Langholtskóla 1995 sem starfar enn í anda TEACCH.

Svanhildur flutti til Arizona í Bandaríkjunum í júní 1996 og hóf að starfa þar strax, fyrst í sjálfboðavinnu en um leið og atvinnuleyfið fékkst var hún þá ráðin í fullt starf. Hún var ráðin fyrsti einhverfuráðgjafi hjá Scottsdale Unified Schools 1996 og starfaði þar í níu ár og stofnaði tólf mismunandi TEACCH sérdeildir í þeirri borg. Svanhildur stóð fyrir því að faghópur frá Divison TEACCH kom til Arizona á hverju ári, í sjö ár til að halda fimm daga námskeið um einhverfu. Einnig vann hún með faghópum á vegum TEACCH í Norður Karólínu reglulega í tíu ár og ferðaðist með þeim til Japan til að kenna kennurum og öðru fagfólki að vinna með einhverfa.

Svanhildur er TEACCH advanced certified consultant sú eina í Arizona og á Íslandi með slíkt leyfi. Árið 2004 var stofnaður faghópur, á vegum Menntamálaráðuneytis í Arizona þar sem hún var formaður, og markmið var að standa fyrir tveggja daga námskeiðum einu sinni í mánuði í þrjú ár til að efla þekkingu á einhverfu hjá kennurum og öðru starfsfólki skólanna. 

Allir merkustu fræðingar um einhverfu, Dr. Temple Grandin, Dr. Gary Mesibov, Dr. Koegel, Linda Watson EdD, Michelle Carcia Winner MA, Dr. Barry Prizant, Dr. Jack Wall og fleiri komu og fluttu erindi, annan daginn voru þeir með innlegg en næsta dag var unnið í hópum og markmið rædd.

Árið 2005 er hún ráðin til SARRC (South West Autism Research and Resource Center) til að setja á stofn atvinnuþjálfunarstað fyrir einhverfa. Þar vann hún merkilegt frumkvöðlastarf í setja af stað þjálfun fyrir fólk eftir skóla, og undirbúa þau fyrir starf. Starfið felst fyrst í að finna vinnustaði sem vildu ráða fólk með einhverfu og svo að þjálfa skjólstæðinga til að hafa færni til að vinna á eigin spýtur.

Árin 2007 – 2008  var Svanhildur á flakki milli Arizona og Íslands. Á Íslandi opnaði hún aftur stofu og vann einnig sem ráðgjafi á hinum ýmsum stofnunum. M.a var ráðin til að stofna sérdeild í Setbergs Skóla í Hafnarfirði. Tilvísun í við tal hjá MBL. 

Frá árinu 2009 til dagsins í dag hefur Svanhildur starfað sem fyrirlesari og ráðgjafi á vegum Arizona Education Cadre, sem er ráðgjafa fyrirtæki sem sérhæfir sig í sérkennslu fyrir einhverfa, og er starfandi í Scottsdale.

Svanhildur hefur ferðast um alla Arizona, frá Navajo og suður fyrir Tuscon og Ajo.  Árin 2012 – 2018 var hún ráðgjafi fyrir Menta Group sem er með sérskóla fyrir einhverfa í nokkrum borgum Arizona og einnig í Illinois ríki.

Svanhildur kemur reglulega til Islands til aðheimsækja fjölskyldu sína og vini, og einnig að sinna sjáfboða vinnu á Sólheimum en einnig hefur fengist við önnur verkefni og síðast með starfsfólki í Sunnulækjarskóla, Digranesskóla, Álfhólsskóla. Nýlega ráðin fengin til að vera sem fagráðgjafi fyrir hóp sérfræðinga sem sinna einhverfum á Greiningar og ráðgjafarstöð Íslands.

Ertu að leita að svörum um einhverfu?

Hafðu samband